
Even Johansen, eða "Magnet", er norskur strákur sem hefur spilað á Íslandi oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.
Bróðir minn gaf mér disk með lögunum hans og síðan þá hefur tónlistin hans verið svona "safe choice" þegar ég veit ekki hvað ég á að hlusta á næst... Æ vitiði hvað ég meina? Eins og þegar maður veit ekki hvað maður á að borða og fær sér "það vanalega" af því að það klikkar aldrei.

Nokkur góð:
Ég sá Magnet á tónleikum í tjaldi hjá Norræna húsinu fyrir einhverju síðan og kom brosandi út og full af undarlegri hlýju. Mjá, ég er að verða væmin hérna. En til þess eru sunnudagar, ekki satt?
ó ég væri til í þetta fallega panasonic útvarp og uglan yrði að fylgja með!
ReplyDelete-Svana
oh já .. mér fannst þessi mynd svo fríð og mig langaði svo hrikalega í útvarpið að ég fór að hugsa um hvernig tónlist ég myndi hlusta á í því og endaði í Magnetkósýheitum.
ReplyDelete