
Ég elska Jurtaapótekið.
Ég trúi því að náttúran hafi svör við öllum, eða amk. flestum okkar kvillum.
Ég elska að fá lausn minna mála í rjúkandi heitum tebolla - með hunangi til hátíðarbrigða.
Teið er minn vinur, sáluhjálpari og gleðigjafi... er ég orðin of háfleyg?
Allavega! Teheimurinn er skrítinn og skemmtilegur staður, og engu síðri en kaffiheimurinn - sem ég er persónulega lítið gefin fyrir

Skemmtilegir tepokar - Það er lítið mál að föndra svona með myndum af vinum sínum! Ég held ég græji það við tækifæri.


Sæta tesían Sharky

Teskeið... í bókstaflegum skilningi :) Ég á sjálf æðislega teskeið sem ég nappaði frá ömmu.
Annars þarf ég að fara að drífa inn mynd af óróanum sem ég saumaði handa Darra Frey. Any day now...
hehehe, æðislegur tepokarnir með pólítikusunum! Annars finnst mér te vanalega vont, afhverju er ekki selt kaffi í svona pokum? ;)
ReplyDeleteEn hér er líka soldið skondnir tepokar sem ég rakst á um daginn:
http://www.yankodesign.com/2010/01/07/hang-me-some-tea/
og svona bollar :)
http://design-fetish.blogspot.com/2009/10/creativi-tea-cup.html
Hákarlinn.. einn fyrir mig takk!
ReplyDeletePrófaðu að kíkja í Søstrene Grene næst þegar þú átt leið í Smáralindina! þar er endalaust til af góðu te-i og skemmtilegu te-dóti.