Wednesday, July 20, 2011

bergruniris.com

Ég hef flutt óskalistann yfir á bergruniris.com

Endilega hendið mér í rss og ekki gleyma að adda óskalistanum á facebook.

xxx

Begga

Monday, June 7, 2010

1 fataskápur - 1 mánuður


Fataskápurinn minn er furðulegur staður. Þar er að finna ótrúlega skrítin föt sem ég geymi og tími ekki að losa mig við því kannski, bara kannski, mun ég einn daginn vilja nota þau á ný. Þannig kom það sér vel að víða gallaskyrtan hennar mömmu beið mín í mörg ár og er nú mikið notuð!

Ég veit samt upp á mig sökina að þarna eru flíkur sem taka pláss og verða líklega aldrei notuð, a.m.k. ekki af mér. Þess vegna hef ég ákveðið að skella mér í átak! Ég hef mánuð til að klæðast öllu í fataskápnum (þá er ég ekki að tala um hillur og skúffur, heldur bara það sem hangir). Ef ég get ekki hugsað mér að fara í eitthvað í heilan mánuð þá fær viðkomandi flík að fjúka. Í gær fór ég t.d. í sumarlegan kjól sem ég keypti á Mallorca 2005 og notaði nokkrum sinnum. Í lok dags vorum við kjóllinn sammála um að hann skyldi styttur og yrði þá mikið notaður í sumar. Í dag gróf ég upp skyrtukjól sem maðurinn minn keypti handa mér á Tyrklandi. (Ætli flestar flíkurnar sem ég nota lítið séu keyptar í útlöndum?)

Ég hlakka til að eignast "nýjan" fataskáp á næstu dögum - merkilegt hvað margt fallegt gleymist - og hlakka til að búa til pláss fyrir ný föt :)

Ég skora á lesendur að taka þátt í átakinu! - Hver er memm?

Friday, May 28, 2010

og áfram af barnaherbergjum...


Mínimalískt og fallegt

Bjartir litir og æðislegur ruggustóll

Oh mér finnst þetta herbergi æði!! Hver þarf hefðbundnar hillur ef maður getur haft parísarhjól!

Myndir af Ohdeedoh

Og í tilefni af litlu yndislegu lífi sem kom í heiminn í gær set ég inn mynd af þessari sætu vöggu sem er hægt að breyta í ruggustól. Þessi færsla er því tileinkuð Prinsessu Dúnudóttur :*


Meira um stólinn hér

Monday, May 24, 2010

Finnarnir kunna þetta

iittala fegurð

Jars with sand - Harri Koskinen - 2009

- - -



Vitriini - Anu Penttinen 2010

- - -

Sarpaneva - Timo Sarpaneva - 1960
- - -

Birds - Anu Penttinen - 2008

- - -


Jars - Pentagon design -2005

Hvað er þitt uppáhalds iittala dót? ;) Meira fallegt hér
Svo er hægt að skilja eftir skilaboð í sínu eigin Vitriini eða Piilo boxi.
Litla Vitriinið mitt - (lo: "oskalistinn")

Friday, May 21, 2010

það eina sem heldur aftur af þér er þitt eigið ímyndunarafl...


Ég er algjör sökker fyrir fallegum barnaherbergjum. Við kallinn leituðum lengi að sniðugum hugmyndum og fundum ansi mörg falleg.

Elska litinn á veggnum, og sætu blómin. Það er líka mjög lítið mál að græja svona blóm sjálfur, já eða gera fiðrildi eða eitthvað annað sniðugt.


Hef síðar séð þessa mynd víðar, t.d. í barnaherbergjablaði Húsa og Hýbíla. Langar í risastóru gæruna, róluna og allt plássið ;)



Veggmyndir eftir Jane Reiseger



Dóra vinkona benti mér á þessa mega flottu vegglímmiða! Þeir fást hér en eru í dýrari kantinum. Það sem er samt skemmtilegast við þessa límmiða er að maður getur valið sjálfur litina - geimaparnir gætu til dæmis verið fjólubláir og gulir, eða hvernig sem er.

Mig langar að splæsa í svona límmiða handa syninum þegar hann fær sitt eigið herbergi, nema ég máli eitthvað skemmtilegt sjálf. Kannski verður auðveldara að komast að veggjunum þá heldur en seinast þegar ég málaði barnaherbergi ;)


Thursday, May 20, 2010

sjúskað borð?

Smá krítarmálning er kjörin leið til að lappa upp á sjúskað sófaborð! Svo má skilja eftir sæt skilaboð, hafa merktan stað fyrir fjarstýringuna eða skrifa sjónvarpsdagskránna niður (haha). Ef ég ætti ekki fínt sófaborð myndi ég skunda í góða hirðinn og ná mér í gamalt borð og mála.

Wednesday, May 5, 2010

ný gleraugu *klapp klapp*


Fyrir nokkru síðan skrifaði ég smá færslu um stór gleraugu (nörda/ömmugleraugu) og átti í miklu sálarstríði varðandi hvort ég ætti að fá mér slíka dásemd eða ekki. Eftir vel heppnaðan verslunarleiðangur með systur minni kom ég heim með draumagleraugun fyrir spottprís. Fékk frábæra þjónustu í Gleraugnasmiðjunni í Kringlunn og brosið náðist ekki af mér næstu daga. Ef þetta fer fljótlega úr tísku þá bara verður að hafa það, ég er að fíla þau, og þau eru að fíla mig ;) og ég eyddi ekki það miklu í þau, og þá eru allir sáttir! Sigrún sys fann sér líka gordjöss gleraugu svo nú erum við óstöðvandi.

Fyrir:


Eftir:
Það eru nota bene þurrkuð blóm í umgjörðinni! Jebbs... I'm that cool.. haha! Svo er ég með fína heklaða hálsmenið sem amma gaf mér, það sést ekki nógu vel á þessari mynd, en það er ofsa fallegt.