Ég skrifaði færslu um daginn um óróa... Sigrún systir skoraði á mig að búa til eitt stykki handa Darra - eitthvað sem ég hafði reyndar ætlað að gera lengi en ekki komið mér í. Ég græjaði óróann fljótt en svo tók þvílíkan tíma að koma honum upp.. framtaksleysið alveg að fara með mann. Hér eru allavega loksins myndir

Fann greinar í garðinum, þurrkaði og málaði hvítar
Efnið í skýjunum er úr pokum sem voru utan um sængurver frá Lín Design

Darri sefur umkringdur frumskógardýrum

Fann svo "D" og "F" fyrir Darra Frey í Föndru

Sonurinn lagði sig á meðan ég tók myndirnar. Þarna sést "Gleym-mér-ey" sængurverasettið úr Lín

fínt að telja kindur þegar maður fer að sofa.. já eða kind

Finnst koma svo sætir skýjaskuggar á vegginn :)
Bjútífúl!
ReplyDeleteVá! Ótrúlega fallegt :)
ReplyDeleteHann á svo yndislegt skot þetta litla yndi, og ekki slæmt að yndislega mamma hans hafi töfrað þetta allt fram:)
ReplyDeleteert svo mikill snillingur Begga mín, ekkert smá flott og hann er svo mikil dúlla hann Darri Freyr:)
ReplyDeleteGlæsilegt hjá þér :)
ReplyDeleteÞetta er æðislegt hjá þér Begga!
ReplyDeleteOg heyrðu, Frænka mín teiknaði mikið af því munstrunum hjá Lín Design, held samt ekki þetta (eða það stendur allavega ekki á heimasíðunni þeirra). En hún gerði allavega blóðbergsmyndirnar og mikið af barnasængurverunum
takk takk !! :)
ReplyDeleteog já ég elska barnarúmfötin frá Lín :) langar í annað sett (hani krummi hundur svín). :D oh so pretty
Flott, og óróinn kemur svo skemmtilega út, myndar skuggaský á frumskogavegginn :-)
ReplyDeletemmm
Heil og sæl. Þetta er frábær hugmynd hjá þér að nýta efnið af umbúðunum til að búa til óróa. Get ég fengið að nota þessar fallegu myndir inn á svæði Lín Design, eða t.d. Facebook? Bragi Framkvæmdastjóri Lín Design. Sími 895 2222.
ReplyDeleteVá æðislegur órói og hrikalega flott málaður hjá þér veggurinn!
ReplyDelete