Wednesday, February 3, 2010

Vaxlitabrot fá nýtt líf!



Á mínu heimili er nokkurn vegin allt endurunnið sem hægt er að endurvinna, m.a.s. álið undan sprittkertum og við eigum helling af kertaafgöngum sem væri hægt að búa til þónokkur ný kerti úr. Ég þoli ekki að láta hluti fara til spillis og þess vegna finnst mér þetta alveg ótrúlega skemmtileg hugmynd: Að endurvinna vaxlitaafganga (það er hvort eð er óþolandi að lita með stubbunum). Það eina sem þarf er slatti af vaxlitabrotum, bökunarform og ofn til að bræða herlegheitin saman. Um að gera að prufa sig áfram með ólík form og ólíkar litasamsetningar.

ps. :) Teljarinn minn segir að síðan fái að meðaltali um 70 flettingar á dag - hvernig væri að kommenta :D líka þó ég þekki ykkur ekki ;) Annars fer mér að líða eins og Julie í "Julie and Julia": The truth is, no one knows about me. I feel like I'm just sending things into this giant void.

13 comments:

  1. Teljarinn þinn mælir mig örugglega ekki þar sem ég fæ þetta bara í readerinn minn.

    Gaman að þessu bloggi sys. Lætur mig langa til að stofna skipulagsblogg.

    ReplyDelete
  2. do it! Veit að Andri myndi verða fíkill. Og ég auðvitað fastagestur.

    ReplyDelete
  3. Já, ég er ekki heldur mæld þar sem ég fæ þetta í ríderinn þannig að þú ert alveg með 72 lesendur. :)

    Begga...ég dýrka þetta blogg! Og póstaðu nú myndum af því sem þú föndrar eftir að hafa talað um það hér. ÞEEBÞES.

    ReplyDelete
  4. kvitti-kvitt ;)

    ReplyDelete
  5. kvitt kvitt.. er að heimsækja síðuna í fyrsta sinn :)

    ReplyDelete
  6. Hallóhó.. ég skoða þig oft.
    þekki þig ekki bofs en kann að meta bloggið þitt eins og heitt morgunkaffi.
    ást&kossar, Viktoría

    ReplyDelete
  7. ég er alltaf að kíkja... ,) luv it...

    kv. arna

    ReplyDelete
  8. skemmtilegt blogg. má ég spyrja hvað þú gerir við sprittkertaálið?

    kv, Helga :)

    ReplyDelete
  9. það fer í sorpu í "málmar" - ég er ekki að endurnýta það ;) bara skelli því í endurvinnslu :p

    ReplyDelete
  10. flott síða, skömm að segja frá en þetta er í fyrsta sinn sem ég skoða hana. mmm

    ReplyDelete
  11. haha, þú veist þá af henni núna :) :)

    ReplyDelete