Mér finnst almennt allt of lítið gert úr veggjum, fólk eyðir ómældum tíma í að velja gólfefni en gleymir því að veggir geta líka gert heilmikið fyrir íbúðina. Þegar ég flutti inn í íbúðina mína voru fjórir veggir hraunaðir og við réðumst í að sparlsa og pússa eins og brjálæðingar þar til veggirnir urðu sléttir - það tók fjóra daga og 40 lítra af sparsli - og þó ég hafi á tímapunkti verið farin að reyta hár mitt af pirringi og þreytu þá sé ég sko ekki eftir vinnunni sem fór í þetta. Nú dreymir mig um að mála einn eða tvo veggi í einhverjum spennandi lit/litum, veggfóðra eða gera eitthvað klikkað - en ég er alltaf dauðhrædd við það því mér finnst það svo mikil skuldbinding eitthvað, sérstaklega veggfóður, hvað ef ég fæ leið á því strax og allt það. En það er eins og hárið sem vex aftur þegar maður klippir það stutt - það er alltaf hægt að breyta veggjunum seinna.
Stækkaðar ljósmyndir geta komið vel út sem veggfóður - en það þarf að vanda valið svo maður fái ekki leið á því of fljótt. Og já svo er þarna bleikur Eames handa Svönu.

texture baby texture! Og úff hvað mig langar í þetta rúm. Finnst svona lág rúm svo girnileg, en það er líklega þess erfiðara að koma sér fram úr á morgnanna.

Mig dreymir um svona svefnskot - þar sem ekkert kemst inn nema rúmið - og fallegi timburveggurinn...

Þetta er veggfóðrið sem ég er búi að vera á leiðinni að panta mér í langan tíma.

Og fallegur múrveggur að lokum
Þarna erum við sko að tala saman;)
ReplyDeleteStóllin er gordjöss en ekki hvað, og stækkaða myndin líka mjög flott. Ég hef lengi hugsað um að stækka mynd á stofuvegginn, en það er hrikalega erfitt að velja réttu myndina!
Svo er timburveggurinn ótrúlega fallegur, ég er svo hrifin af svona gömlum fallegum við. Sá eitt sinn innlit á vinnustofuna hennar Guðrúnu Lilju og hún notaði aðeins gamlan notaðann við í innréttingarnar. Kom rosa vel út.
-Svana:)
Mér finnst þetta rosalega sniðugt, einmitt fyrir svona valkvíðakeis.
ReplyDeletehttp://howaboutorange.blogspot.com/2008/07/starched-fabric-decal-experiment.html
já ég er eiginlega hrifnust af timburveggnum, fæ alveg hlýtt í hjartað :)
ReplyDeleteAh María þetta er kúl - ég er einmitt með hallærislegt gægjugat á hurðinni minni. . . er að hugsa um að setja bara ramma utan um - friends style ;)