Bækurnar mínar voru alltaf raðaðar eftir efni, en listasögubækurnar voru svo svakalega þungar að þegar ein hilla var farin að svigna meira en aðrar ákvað ég að endurraða bókunum, í þetta skiptið eftir lit. Þessi bókaskápur af Tangled and True síðunni lét mig svo drífa í því. Bækurnar mínar voru ekki nægilega "einlitar" til að fá mjög skörp skil og mig langaði líka að leyfa þessu að vera ögn meira.. tja.. "fljótandi". Setti svartar bækur tildæmis víða inn á milli En hér er semsagt útkoman:


Rauðu og appelsínugulu bækurnar

Bláu bækurnar,fallega Ghost klukkan mín og fallegur texti í ramma frá Domi vinkonu

svart og hvítt.. Spiladósin hans Darra Freys eftir Margréti Guðnadóttur

Hvítt, brúnt og beige.. og Andy Warhol, fannst hann eitthvað týnast í rauðu hillunni. Myndavél frá ömmu og afa og önnur sem mamma og pabbi fundu á markaði í Danmörku. Matroskuna lengst til vinstri keypti ég í Sankti Pétursborg

Grænar og vænar og falleg mynd frá Stoopidgerl
Það eru svo fleiri skemmtilegar litabókahillur inn á Svart á hvítu !
jess skemmtó og rosa fín hillan þín!!:)
ReplyDeleteSvo er myndin þín æði! (á mynd 4)
-Rakel
Flott framtak hjá þér Begga mín! Ánægð með þig er einmitt að verða brjáluð að húsgangaleysið í mér hérna í Dk en það verður gert eitthvað í því í sumar vonandi :) Kv. Elín
ReplyDeleteRosalega flottar hillurnar þínar!
ReplyDelete