Tuesday, February 9, 2010

og áfram fallegar hirslur...

Hún Eyrún var með mjög skemmtilegt blogg um daginn um flotta USB lykla. Mér fannst þessir sérstaklega flottir og var pínu pirr út í leiðinlega venjulega USB lykilinn minn...





Nema hvað! Svo kemur hún amma mín frá Kína með dýrindis USB lykil handa mér - Hún hlýtur að lesa hugsanir! Ótrúlega sætur og heil 8 gíg svo ég er vel sett með töff USB hálsmen!


Ég held ég gefi sjálfri mér leyfi til að flokka þetta undir "hirslur".

3 comments:

  1. Snilld! Amma veit hvað hún syngur!

    ReplyDelete
  2. Vá fallegur!! mig langar í líka!!
    P.s var bara að fatta núna að þetta væri þú með bloggið. Fannst ég alltaf kannast skuggalega mikið við prófílmyndina þína, en þó smá ólík þér... eða hvað?:)
    En æðislega skemmtilegt bloggið þitt!!
    -Svana

    ReplyDelete