
Þegar ég þarf að gefa gjafir byrja ég að svitna við tilhugsunina að þurfa að kafa aftast í skápinn til að finna gjafapappír og opna boxið mitt sem geymir samanflækt pakkabönd og krumpaðar slaufur. Ég væri alveg til í að græja svona "giftwrappingstation" inn á skápahurðina á endurvinnsluskápnum mínum. Hversu yndislegt væri það að geta gengið að öllu á sínum stað. Ohh skipulag, minn kæri erkifjandi, hve heitt ég þrái þig...
No comments:
Post a Comment