Wednesday, March 31, 2010

Áttu kveisukrútt?





Finnst þetta svo fallegt - og sæt hugmynd :) Meira hér

Thursday, March 25, 2010

jeans&shoes galore



Gerði langþráð gallabuxnakaup í gær með uppáhalds vinkonu minni. Fann ágætis buxur á fínu verði í Retro en fann ekki alveg nákvæmlega draumabuxurnar. Skiptir engu, er mjög sátt og fann mér líka gordjöss gallastuttbuxur sem eru hnepptar hátt upp, very pretty. Datt þessi gallabuxnaleit í hug þegar ég sá nýjasta bloggið hennar Betty



Ég elska þetta lúkk. Langar í þessa skó.. og þessar buxur.. og þetta hár. En þá er ég ekki einstök því þá er ég bara hermikráka. En Betty er allavega töff.



Úff hvað ég elska þessa skó. Hællinn mætti vera ögn breiðari en annars eru þeir fullkomnir.

Sunday, March 21, 2010

hnöttóttir hnettir, fallegar ferðatöskur og bókahillur sem láta mig næstum gráta

Ég elska hnetti..


Og afhverju að eiga einn þegar þú getur átt fimm?


Fallegur plánetuórói:


Svo er ég alltaf svo hrifin af gömlum fallegum töskum - og þær þurfa ekki einu sinni að vera nýttar sem töskur heldur t.d. náttborð eða hliðarborð...


... eða sem kisurúm


Svo fæ ég alveg illt þegar ég sé myndir af fallegum bókahillum. (Og þessi á tvo hnetti!)

Að ég minnist nú ekki á gluggann í þessari íbúð...


Bókahilla sem nær lengst upp í rjáfur og ooooofsa fallegur skúffuskenkur þarna til hliðar... úff mig langar

Monday, March 15, 2010

Sumir eru hæfileikaríkari en aðrir...


Ég kann varla að prjóna... Tókst þó að prjóna sæta peysu á frumburðinn á meðan ég var ólétt en síðan ekki söguna meir. Peysan var líka frekar lítil (og barnið stórt) svo hún passaði bara í nokkra daga...


Ég er því ekki nærri því jafn flink í handavinnunni og margar mömmur sem ég þekki. Hún Sigurlaug Úlfamamma býr til dæmis til yndislega falleg hárbönd á ponsustelpur


Og Árný Hekla Freyjumamma er ofsa klár að hekla og býr til yndislegar kanínur og fleira fallegt fyrir börnin sín og annarra


Núna þarf ég semsagt að fara að læra að hekla því mig langar svo hrikalega að gera þennan bangsa fyrir DF :/ sé það ekki alveg gerast - en ég skal reyna :)

Saturday, March 13, 2010

Fabjúlus hjálmar

Ætli það myndu fleiri hjóla á Íslandi ef þeir/þær ættu svona reiðhjólahjálma!? Ég held það!



Gavin DeGraw á örugglega svona hjálm..

Friday, March 12, 2010

Jóga með Maggý

Ákvað að setja inn hérna últra alvarlega og væmna færslu um hana Maggý mína sem var að opna glæsilega heimasíðu - maggy.is. Maggý er jógakennari í Mecca Spa með meðgöngu- og mömmujógatíma. Svo er hún lærð doula og algjör viskubrunnur!

Ég hafði prufað einn jógatíma sem unglingur og bitið það í mig að jóga væri sko ekki fyrir mig! Ég kynni ekki að slaka á og fannst þetta hálf kjánaleg líkamsrækt. En þegar ég varð ólétt langaði mig að prufa meðgöngujóga því ég vissi að ég þyrfti á góðum undirbúningi að halda fyrir fæðinguna og þyrfti að læra að ýta burt stressi og kvíða á meðgöngunni. Ég byrjaði snemma hjá Maggý í Mecca Spa, var komin rúmar 19 vikur og ákvað að ýta burt jógafordómunum og mæta með opinn huga. Ég get núna fullyrt, eftir að hafa verið hjá Maggý fram á síðustu viku meðgöngunnar og er nú á öðru mömmujóganámskeiðinu mínu í röð, að þetta hafi verið ein besta ákvörðun sem ég hef tekið.

Meðgöngujógað styrkti mig andlega og líkamlega og fyllti mig sjálfstrausti svo ég fór inn í fæðinguna þess fullviss um að það myndi ganga vel. Fæðingin gekk eins og í sögu, ég nýtti mér öndunina sem við höfðum lært hjá Maggý á meðan ég hafði enn rænu á því og þegar hríðarnar urðu sem verstar varð mér oft hugsað til allra þeirra kvenna sem höfðu verið með mér í jóganu og voru búin að eiga krílin sín – fyrst þær gátu það, þá gat ég það líka!

Sonur minn er þvílíkt rólyndisbarn og grét næstum aldrei fyrstu vikurnar og mánuðina. Ég er handviss um að meðgöngujógað hafði virkilega góð áhrif hann jafnt sem mig, enda gott að kúra í bumbu sem er stressfrí og í góðu jafnvægi. Nú erum við Darri Freyr í mömmujóganu hjá Maggý og það er alls ekki síðra en meðgöngujógað. Áreynsluastminn sem hefur oft látið á sér kræla er nú að mestu hættur að trufla mig þegar ég geng og hleyp því ég kann betur að anda, þökk sé jóganu. Ég hef einnig betri stjórn á vöðvabólgunni sem fylgir því að vera með barn á brjósti því ég er meðvituð um líkamsstöðuna. Auk þess að vera frábær jógakennari er Maggý ein yndislegasta kona sem ég hef kynnst. Hún er hlý og innileg og einlæg í öllu sem hún segir og gerir og mér finnst ég ofsalega rík að eiga hana í mínu lífi.

Ég mæli hiklaust með jógatímunum hjá Maggý! Og ég lofa að vera ekki svona væmin í næstu færslu ;)

Thursday, March 11, 2010

falleg föt

Mér finnst gaman að vera strákamamma. Mér finnst gaman að strákurinn minn er algjör töffari og á töffaraföt. En einhverntíman í framtíðinni mun ég elska að kaupa falleg stelpuföt, en ekki strax... Þangað til skoða ég Olive's Friend Pop







Wednesday, March 10, 2010

Gler + augu



Ég er orðin svo þreytt á gleraugunum mínum. Mig langar í ný fabjúlus gleraugu - en maður hleypur ekkert til og splæsir í gleraugu þegar maður er með sjónskekkju og mismunandi styrk á hvoru auga og alls konar bleh sem kostar fullt af peningum. (Já ég er bitur því ég öfunda fólk sem getur keypt sér gleraugu á bensínstöðvum, Tiger og Kolaportinu.)


Mér finnst stór gleraugu flott... en eru þau kannski að syngja sitt síðasta? Eða komu þau í tísku, fóru úr tísku og eru að koma aftur? Koma þau ekki bara alltaf aftur... sbr. Madonna í gamla daga og sæta sæta Lourdes núna...


Svo er ég bara ekkert svo viss um að ég púlli þetta lúkk. Systir mín er gordjöss með stór gamlakalla gleraugu. Hún á þessi gleraugu að vísu ekki - en hún er samt sæt með þau.


Kannski fæ ég mér bara svona þegar ég verð gömul og grá. Þá er maður alltaf kúl með stór gleraugu.. haha.

Monday, March 8, 2010

have baby - will travel


Mig dreymir um að komast til útlanda með strákana mína, sleikja sólina á hvítri strönd, byggja sandkastala með Darra Frey (spf milljón) og rölta um með soninn í Mei Tai pokanum á bakinu.


Ég sé fyrir mér blágrænan sjó, sjálflýsandi hvítar strendur, kofa sem stendur hálfur úti í sjó og risastór pálmatré. - Aruba, Bora Bora, Barbados, Fiji... oh mig langar svo!


Samkvæmt þeim reynsluboltum sem ég hef rætt við er minna mál en maður heldur í fyrstu að ferðast með ung börn. Ef við förum í sumar þá getur Darri Freyr ekki hlaupið frá manni eða farið sér að voða. Á næsta ári verður drengurinn hins vegar líklega algjör skæruliði og betra að halda sig á tjaldstæðunum hér heima. Okkur langar reyndar líka að fara Vestfirðina í sumar, verðum vonandi víðförul lítil fjölskylda.


Fann sniðuga síðu á netinu þar sem hægt er að finna greinar um að ferðast með lítil kríli, umsagnir fólks um staði og hótel ofl. - havebabywilltravel.com
Best að fara að lesa!

Saturday, March 6, 2010

Interaktív ljós

Ólöf Jakobína er alltaf með puttann á púlsinum. Ég rakst á myndir af ljósi inn á síðunni hennar sem ég bara varð að skella á óskalistann!

Þeir sem eru klárir í höndunum og með gott auga fyrir fallegum formum og myndum ættu að fá sér svona sniðugt útsaumsljós!





Svo væri hægt að gera ljós í barnaherbergið með krílunum sínum!
Meira um ljósin fögru

Tuesday, March 2, 2010

Prjóni prjón



Mig langar í prjónaða slaufu. Hún þarf samt að vera mjög kúl, þetta nefninlega jaðrar við að vera hallærislegt... dansar á línunni, en ég held ég sé að fíla þetta.

Spuring hvort ég að tek upp prjónana sem ég gróf (lesist "setti í poka") fyrir nokkrum mánuðum.

Monday, March 1, 2010

Beggubaka

Hollu kanilsnúðarnir úr bókinni "Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða?" eftir Ebbu Guðný eru æðislega góðir. Um daginn skellti ég í nokkra snúða en notaði hluta af deiginu í Beggubökur - sem höfðu reyndar aldrei verið bakaðar áður og "uppskriftin" varð til jafn óðum. Útkoman varð semsagt epla&jarðaberjabaka... Jarðaberin voru hryllilega góð svona heit og klessuleg.


Ég get því miður ekki skrifað uppskriftina hér því ég veit ekkert hvað ég setti af hverju - en ég mæli með bökubakstri í vetrarhörkunum. Sérstaklega svona smábökur, lítið mál að græja desert fyrir tvo úr afgangsávöxtum og smá deigi :p nammi namm

veggir veggir veggir


Mér finnst almennt allt of lítið gert úr veggjum, fólk eyðir ómældum tíma í að velja gólfefni en gleymir því að veggir geta líka gert heilmikið fyrir íbúðina. Þegar ég flutti inn í íbúðina mína voru fjórir veggir hraunaðir og við réðumst í að sparlsa og pússa eins og brjálæðingar þar til veggirnir urðu sléttir - það tók fjóra daga og 40 lítra af sparsli - og þó ég hafi á tímapunkti verið farin að reyta hár mitt af pirringi og þreytu þá sé ég sko ekki eftir vinnunni sem fór í þetta. Nú dreymir mig um að mála einn eða tvo veggi í einhverjum spennandi lit/litum, veggfóðra eða gera eitthvað klikkað - en ég er alltaf dauðhrædd við það því mér finnst það svo mikil skuldbinding eitthvað, sérstaklega veggfóður, hvað ef ég fæ leið á því strax og allt það. En það er eins og hárið sem vex aftur þegar maður klippir það stutt - það er alltaf hægt að breyta veggjunum seinna.

Það má afmarka svæði með smá málningarskvettu

Stækkaðar ljósmyndir geta komið vel út sem veggfóður - en það þarf að vanda valið svo maður fái ekki leið á því of fljótt. Og já svo er þarna bleikur Eames handa Svönu.

texture baby texture! Og úff hvað mig langar í þetta rúm. Finnst svona lág rúm svo girnileg, en það er líklega þess erfiðara að koma sér fram úr á morgnanna.

Mig dreymir um svona svefnskot - þar sem ekkert kemst inn nema rúmið - og fallegi timburveggurinn...

Þetta er veggfóðrið sem ég er búi að vera á leiðinni að panta mér í langan tíma.

Og fallegur múrveggur að lokum