Sunday, January 31, 2010

Sunnudagur: Ornametrica


Mér finnst svo æðislegt að þessi litla þjóð eigi menn eins og Aðalstein Stefánsson. Myndi gera margt fyrir þetta ljós, og þetta verður fyrsta sem ég kaupi mér þegar ég á ögn stærri íbúð þar sem ljósið fær að njóta sín.



Wednesday, January 27, 2010

Miðvikudagur: The little things

Ég elska pínuponsulitla hluti



Little People - Slinkachu



Tuesday, January 26, 2010

Þriðjudagur: Leður(skipti)taska

Mig langar í þessa leðurtösku. Ég myndi líklega móðga hönnuðinn með því að geyma í henni bleyjur, snuddur, aukaföt og annað sem nýbökuð móðir þarf að hafa með sér hvert sem hún fer.

Monday, January 25, 2010

Mánudagur: óróar

Skýjaórói frá Mosey


Fiska- og skýjaóróar frá Leptitpapillon

Saumaður órói frá Ferm Living (þar fást líka æðisleg veggfóður)

Sætur órói frá Atelier Charivari

Man því miður ekki hvar ég fann þessa mynd

Allir þessir óróar eru fremur einfaldir og auðvelt að sauma/föndra sjálfur ef maður hefur ímyndunarafl og tíma.

Sunday, January 24, 2010

Sunnudagur: svefntjöld

Mig langar í svona þung tjöld í svefnherbergið. Finnst það ofsalega huggulegt, eins og herbergið faðmi mann. Hef aldrei haft smekk fyrir himnasængum, þ.e. þessum hvítu gagnsæu dulum, en þung gluggatjöld eru yndislega syfjuleg og hlýleg.

Friday, January 22, 2010

föstudagsflipp: Bananahirsla

Þar sem ég er hirslusjúk:
Nei þetta er ekki hjálpartæki ástarlífsins.. þetta er bananahirsla !

Ég veit samt ekki hversu sniðugt þetta er. Ég gríp oft með mér banana á leiðinni út úr húsi en þeir verða oftast frekar sjúskí ofan í tösku eða í bílnum. Þessi bananahirsla er sniðug hugmynd á blaði en verður bananinn ekki bara enn sjúskaðari lokaður inn í þessu ? Hvað haldið þið?

Update:
Nýjustu fregnir herma að það fáist "bananahlíf" í versluninni Eirberg!

Thursday, January 21, 2010

Fimmtudagur: Culla Belly co-sleeper

Þetta finnst mér ein sniðugasta hugmynd sem ég hef séð. Sumir eru með vöggu fyrir krílin á meðan þau eru nýfædd, aðrir fara beint í að nota rimlarúm. Culla Belly co-sleeper er frábær hönnun frá Manuela Busetti og Andrea Garuti. Ég get rétt ímyndað mér þægindin að þurfa ekki að standa upp til að lyfta barninu úr rúminu sínu! (Mér finnst samt hallærislegur þessi koddi því ungabörn sofa ekki með kodda).

Nánari upplýsingar um Culla Belly.


Wednesday, January 20, 2010

Miðvikudagur: Eldhússniðugheit


Ég elska þegar gamlir hlutir öðlast nýtt líf og notagildi ólíkt því sem þeim var ætlað í upphafi! Mig hefur lengi langað í sæta svuntu en neita að borga 7900 fyrir svuntu í snobbeldhúsbúðum landsins. Á ferðalagi mínu um internetið fann ég þessa sniðugu hugmynd: að breyta gömlu koddaveri í svuntu. Þetta er lítið mál eins og leiðbeiningarnar sýna. Svo er annað mál hvort ég kem þessu í verk, frestunarkerlingin ég.



Buxnaherðatré má svo nýta sem uppskriftabóka"stand" (uppskriftabókahengi?). Ég bý sjálf svo vel að eiga fimm kílóa uppskriftarstand sem mágkona mín gaf okkur ein jólin, en ef honum skyldi vera stolið (það er innbrotafaraldur) þá veit ég af þessari lausn.

Tuesday, January 19, 2010

Þriðjudagur: shoes shoes shoes


við höldum bara áfram með sniðugar skógeymslur!
man ekki hvaðan þessi mynd kemur og þar af leiðandi hef ég ekki hugmynd um hvaða snillingur á þessa hugmynd. En þegar ég byggi mér hús þá verða klárlega hirslur í tröppunum!

Sunday, January 17, 2010

Mánudagur: Skóhilla


Síðast þegar ég taldi átti rúmlega 11 vikna sonur minn heil 10 skópör sem sárvantar fallegan geymslustað. Foreldrar hennar Matildu breyttu gamalli geisladiskahillu í þessa fínu skóhillu.. Ég hef sjálf aldrei átt almennilegt geisladiskasafn, en það er örugglega hægt að nálgast svona hillur í Góða hirðinum eða Kolaportinu, mála í fallegum lit og hengja upp á vegg. Svo er þetta líka sæt hilla fyrir bangsa og annað smálegt.

Saturday, January 16, 2010

Sunnudagur: Skipulag!


Mig langar að hafa svona inn á skrifstofunni minni. Mánaðarskipulag, lítil sæt hólf fyrir smáhluti og það sem ég er hrifnust af þessa dagana, efst fyrir miðju, svona bönd til að smeygja á bak við.

- - -

Þetta er algjör snilld. Held ég hafi fyrst séð eitthvað svipað hjá bróður mínum. Eina sem þarf til er rammi með engri mynd og engri bakplötu. Og töflutúss! En það má alltaf setja mynd á bakvið, til dæmis dagatal.

- - -

Klukkutafla - Sniðugt, og lítið mál að föndra svona sjálfur. Tússtafla + gangverk úr klukku, bora gat og setja vísana aftur á :) pretty nice. Ég yrði samt pirruð á að hafa bara skipulag fyrir einn dag í einu fyrir framan mig. Kannski afþví að ég er með frestunaráráttu og fyndist gott að geta fært á milli daga ef ég sé ekki fram á að klára eitthvað verkefnið.

- - -

Krítartafla - Þetta finnst mér einstaklega fallegt! Og ekkert mál að mála beint á vegg. Svo má alltaf þurrka út krítina og þá stendur eftir fallega köflóttur grátóna veggur.

Friday, January 15, 2010

Laugardagur: Falleg barnaföt

Það verður seint sagt að það sé mikið úrval af barnafötum á Íslandi... Maður lætur sig því bara dreyma um að komast í verslunarferð til útlanda. Já eða pantar föt á netinu! Úrvalið er svo enn minna ef maður er að versla fyrir stráka, stelpudeildirnar eru yfirleitt helmingi stærri.

Geggjuð stelpuföt sem fá mann til að íhuga að skella syninum í drag.




- - -

Yndisleg föt úr lífrænni Merino ull




- - -

flott föt úr lífrænni bómull





Thursday, January 14, 2010

Föstudagur: Crazy Forts og fullorðinstwister


Crazy Forts græjan er algjör snilld. Þegar ég var lítil gat ég eytt heilu dögunum í að búa til tjald úr teppi og stólum, borðum, kústsköftum og hverju því sem færanlegt var á heimilinu. Crazy Forts er hinsvegar foreldravænni útgáfa af þeirri góðu dægradvöl, enda ekki vinsælt að borðstofuborðið sé orðið að virki þegar kemur að kvöldmat.

Crazy forts fæst m.a. í Barnes&Noble og kostar um 6200 krónur . Mér finnst lýsingin á þessu frekar skondin: "Durable, portable and best of all, there's no batteries required". Haha, það er víst sjaldgæft að leikföng nútímans þurfi ekki rafhlöður...

- - -

Og í tilefni af því að það er föstudagur! Á meðan börnin leika sér að búa til hús, hallir, virki og tjöld geta foreldrarnir leikið sér í svefnherberginu ;) Hvern dreymir ekki um að eiga twister sængurföt!?



Fimmtudagur: Spjaldskrárskápar/Skjalahirslur

Þessi gullfallega og næstum fullkomna skjalahirsla er í íbúð í Amsterdam (Sem er til sölu ef e-r hefur áhuga.) Ef ég ætti þessa yndisfögru hirslu myndi hún hýsa blýanta, akrýlmálningu, blöð af öllum stærðum og gerðum, ljósmyndir og annað smálegt.


Ég sá svipaðan skáp í Kolaportinu í fyrra. Hann var að vísu ekki jafn fallegur og leit frekar út fyrir að eiga heima í bílskúr undir skrúfur og nagla. En ætti ég stærri íbúð hefði ég líklega látið slag standa og reynt að lappa eitthvað upp á hann.

- - -

Ólöf Jakobína er ekki bara flottur vöruhönnuður heldur býr hún líka svo vel að eiga hvítan skjalaskáp. Ég er að reyna að hemja afbrýðisemina...


Ef einhver veit hvar ég get komist yfir eins og eitt stykki skjalahirslu/spjaldskrárskáp - vinsamlegast látið mig vita :) (En honum þarf auðvitað að fylgja stór íbúð svo hann komist fyrir).