Thursday, April 29, 2010

Peg board...

Þessi færsla er fyrir minn heittelskaða... sem elskar pegboards. (Hvað ætli þetta heiti á íslensku... einhver?)

Vinnustofan
Amy Ruppel á þessa fallegu vinnustofu. Ég er ekkert afbrýðisöm, nei nei...



Endurvinnsluhornið
Ég væri til í að hafa svona fallega endurvinnslu"stöð" í þvottahúsinu eða í bílskúrnum (í húsinu sem ég á ekki enn).


Peg board er sniðugt fyrir alls kyns græjur...


Í barnaherbergið
Þessi mynd minnir mig á Hús og Híbýli 1996. Yndislega hamingjusöm börn (sem þekkjast annað hvort ekki neitt eða eru systkini og eru nýbúin að rífast alveg heiftarlega.)


Hugmyndatafla
til dæmis skemmtilegt í unglingaherbergi undir ýmis konar plaköt. Ég safnaði haug af póstkortum sem unglingur og hengdi upp á vegg með kennaratyggjói. Þau skildu svo eftir sig ljóta fitubletti á veggjunum, þá lýst mér betur á peg board!


ah... skipulag !

Í eldhúsið
þetta finnst mér alltaf svo fínt, elska að sjá potta og pönnur uppi við, en það fellur svo mikið ryk heima hjá mér (bara mér right?) að ég þyrfti að hengja á þetta hluti sem væru notaðir dags daglega - annars væri ég alltaf að þurrka af pottunum. Þá mega þeir frekar bara dúsa inn í skáp.


Myndir fengnar frá Amy Ruppel, Nibsblog og Donkee House

Sunday, April 18, 2010

hvaða eldhús-týpa ert þú?

1. Hvítt, stílhreint og rúmgott. Þetta myndi haldast hreint og clutter-free í viku hjá mér.. max.

2. Nóg af skápaplássi, viður + hvítt, mjög fallegt

3. Opnar hillur, hrátt og múraður veggur (Like)

4. Stórir stafir upp á vegg eru agalega móðins núna - Ég er alveg að fíla'ða. Fallegur dökkur viður - myndi samt ekki meika að hafa enga efri skápa, myndi vilja meira geymslupláss...

5. ... nýbúin að segjast þurfa fullt af skápaplássi en samt fæ ég hlýtt í hjartað þegar ég sé þetta ofursæta eldhús undir stiga. Talandi um að nýta plássið í íbúðinni!

6. opið en samt afmarkað - Myndi sjálf vilja hafa postulínið í lokuðum skáp svo það safni ekki endalausu ryki. Sætur fíll þarna.

7. Fjólublátt og dömulegt - ekki fyrir mig en mjög fallegt engu að síður

8. Það er líklega hægt að finna mörg svona eldhús á Íslandi -krúttlegt, dúlló litur, samtíningur af alls konar borðbúnaði - Mér finnst mjög flott að merkja svona skemmtilega skúffurnar... en myndi maður hafa heila skúffu undir gaffla? Haha

9. Iðnaðarlúkkið. Elska vegginn, en finnst flísalögðu einingarnar ekki alveg að gera sig.

10. Stílhreint, en samt hlýlegt. Elska svona opnar hillur, en eins og ég sagði... ryk :/

Ég held að númer 2, 4 og 6 sé mest ég... Hvaða eldhús er að heilla þig?

Wednesday, April 7, 2010

og meira af hnöttum...


Fleiri myndir úr þessari litlu sætu íbúð hér