Sunday, February 28, 2010

Magnet



Even Johansen, eða "Magnet", er norskur strákur sem hefur spilað á Íslandi oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Bróðir minn gaf mér disk með lögunum hans og síðan þá hefur tónlistin hans verið svona "safe choice" þegar ég veit ekki hvað ég á að hlusta á næst... Æ vitiði hvað ég meina? Eins og þegar maður veit ekki hvað maður á að borða og fær sér "það vanalega" af því að það klikkar aldrei.



Nokkur góð:


Ég sá Magnet á tónleikum í tjaldi hjá Norræna húsinu fyrir einhverju síðan og kom brosandi út og full af undarlegri hlýju. Mjá, ég er að verða væmin hérna. En til þess eru sunnudagar, ekki satt?

Saturday, February 27, 2010

Laugardags-youtube-gláp

Ég held ég sé almennt nokkuð þolinmóð manneskja. En svona þolinmóð er ég ekki! Þetta er ótrúlegt, og útkoman er rosalega flott!



Þetta fallega klippi animation vídjó gerði 11 ára stelpa!


Og að lokum mæli ég með flottu myndböndunum við ljóðin hans Billy Collins... ég get alveg gleymt mér í þeim. Ljóðavídjó, kanilsnúðar og snjókoma, úff hvað það er mikið fílgúdd.

Friday, February 26, 2010

Lín Design


Sé Ólaf og Dorrit alveg fyrir mér kúra í þessum rúmfötum frá Lín Design með skjaldarmerkinu. Og svo kemur brytinn þeirra með morgunmat til þeirra í rúmið... Er ekki annars bryti á Bessastöðum? ;)

Annars er Lín Design með ofsa sæta umfjöllun um óróann og herbergið hans Darra Freys inn á facebooksíðunni þeirra. Lín vörurnar eru algjörar lúxus vörur, og vistvænu sjónarmiðin eru ekki til að skemma fyrir.
Vörurnar frá Lín Design eru unnar úr sérvalinni bómull sem er ræktuð og unnin án eiturefna. Bómullarvörur Lín Design eru unnar án klórs. Litarefnin eru án málma, formaldehýð eða annarra eiturefna. Litirnir í rúmfatnaðinum frá Lín Design eru samkvæmt bestu vitund og samvisku unnir úr umhverfisvænum og "húðvingjarnlegum" efnum.
(Af facebook síðu Lín Design)
Engin furða að Darri Freyr sefur vel!

Thursday, February 25, 2010

loksins loksins

Ég skrifaði færslu um daginn um óróa... Sigrún systir skoraði á mig að búa til eitt stykki handa Darra - eitthvað sem ég hafði reyndar ætlað að gera lengi en ekki komið mér í. Ég græjaði óróann fljótt en svo tók þvílíkan tíma að koma honum upp.. framtaksleysið alveg að fara með mann. Hér eru allavega loksins myndir

Fann greinar í garðinum, þurrkaði og málaði hvítar
Efnið í skýjunum er úr pokum sem voru utan um sængurver frá Lín Design

Darri sefur umkringdur frumskógardýrum

Fann svo "D" og "F" fyrir Darra Frey í Föndru
Sonurinn lagði sig á meðan ég tók myndirnar. Þarna sést "Gleym-mér-ey" sængurverasettið úr Lín
fínt að telja kindur þegar maður fer að sofa.. já eða kind
Finnst koma svo sætir skýjaskuggar á vegginn :)

Svo er bara fyllt í skýjin með troði - en það borgar sig margfalt að kaupa bara ódýra púða í IKEA og rista þá upp frekar en að kaupa fyllingu í föndurbúðunum.

Tuesday, February 23, 2010

að klæða sig í stíl við heimilið..


Mér finnst alltaf jafn skemmtilegt að skoða Kenziepoo síðuna. Langskemmtilegast finnst mér "Turn this room into an outfit" færslurnar.



Síðan heitir eftir Kenzie, dóttur bloggkonunnar. Kenzie er ótrúlega fabjúlus barn! Svolítið eins og ég ímynda mér að Carrie Bradshaw hefði litið út sem kríli!


Thursday, February 18, 2010

sniðugir hlutir í eldhúsið!

Rosa tímasparnaður með þessum sniðuga köku/brauðhníf

oooh mér finnst þessi bolli algjört æði! Ég er líka kexkerling mikil .. (Séð á Shelterrific)

Mér finnst ristað brauð ágætt - en það má alls ekki vera of ristað. Þetta kæmi sér því mjög vel í eldhúsinu mínu :) (Séð á Wired)

Elska þessi bretti - held að þetta fáist einhvers staðar á Íslandi ? Veit einhver?

"Kökustenslar" (Séð á Shelterrific) Hægt að ná í mynstur á Canadian Living

Tuesday, February 16, 2010

ég er grasahippi


Ég elska Jurtaapótekið.
Ég trúi því að náttúran hafi svör við öllum, eða amk. flestum okkar kvillum.
Ég elska að fá lausn minna mála í rjúkandi heitum tebolla - með hunangi til hátíðarbrigða.
Teið er minn vinur, sáluhjálpari og gleðigjafi... er ég orðin of háfleyg?
Allavega! Teheimurinn er skrítinn og skemmtilegur staður, og engu síðri en kaffiheimurinn - sem ég er persónulega lítið gefin fyrir

Skemmtilegir tepokar - Það er lítið mál að föndra svona með myndum af vinum sínum! Ég held ég græji það við tækifæri.

Sæta tesían Sharky

Teskeið... í bókstaflegum skilningi :) Ég á sjálf æðislega teskeið sem ég nappaði frá ömmu.
Annars þarf ég að fara að drífa inn mynd af óróanum sem ég saumaði handa Darra Frey. Any day now...

Exergian!

"Iconic TV" eftir Exergian. Yndislega mínímalísk plaköt - ekkert nema það allra nauðsynlegasta. Finndu uppáhaldssjónvarpsþáttinn þinn hér

(Séð á Shelterrific)

Thursday, February 11, 2010

Azumi for me?



Fallega fallega At-At skrifborðið, eða "Star Trek" skrifborðið hans Tomoko Azumi myndi sóma sér vel heima hjá mér. Það er svo yndislega fyrirferðarlítið og fagurt að sjá og, það sem er auðvitað helsti kosturinn, mér tækist ekki að drekkja því í drasli, því það er hreinlega ekkert pláss fyrir drasl !

Wednesday, February 10, 2010

gulur, rauður, grænn og ...

Bækurnar mínar voru alltaf raðaðar eftir efni, en listasögubækurnar voru svo svakalega þungar að þegar ein hilla var farin að svigna meira en aðrar ákvað ég að endurraða bókunum, í þetta skiptið eftir lit. Þessi bókaskápur af Tangled and True síðunni lét mig svo drífa í því. Bækurnar mínar voru ekki nægilega "einlitar" til að fá mjög skörp skil og mig langaði líka að leyfa þessu að vera ögn meira.. tja.. "fljótandi". Setti svartar bækur tildæmis víða inn á milli En hér er semsagt útkoman:


Rauðu og appelsínugulu bækurnar

Bláu bækurnar,fallega Ghost klukkan mín og fallegur texti í ramma frá Domi vinkonu

svart og hvítt.. Spiladósin hans Darra Freys eftir Margréti Guðnadóttur

Hvítt, brúnt og beige.. og Andy Warhol, fannst hann eitthvað týnast í rauðu hillunni. Myndavél frá ömmu og afa og önnur sem mamma og pabbi fundu á markaði í Danmörku. Matroskuna lengst til vinstri keypti ég í Sankti Pétursborg

Grænar og vænar og falleg mynd frá Stoopidgerl

Það eru svo fleiri skemmtilegar litabókahillur inn á Svart á hvítu !

Tuesday, February 9, 2010

og áfram fallegar hirslur...

Hún Eyrún var með mjög skemmtilegt blogg um daginn um flotta USB lykla. Mér fannst þessir sérstaklega flottir og var pínu pirr út í leiðinlega venjulega USB lykilinn minn...





Nema hvað! Svo kemur hún amma mín frá Kína með dýrindis USB lykil handa mér - Hún hlýtur að lesa hugsanir! Ótrúlega sætur og heil 8 gíg svo ég er vel sett með töff USB hálsmen!


Ég held ég gefi sjálfri mér leyfi til að flokka þetta undir "hirslur".

Monday, February 8, 2010

splish splash I was taking a bath...

Ég var aldrei baðaðdáandi fyrr en ég var ólétt bróðurpartinn af síðasta ári. Baðið var svo besti vinur minn daginn sem ég fæddi frumburðinn. Mér finnst ennþá gaman í baði en baðkarið mitt er mjög lítið - óeðlilega stutt held ég því þessi stærð fæst bara í einni búð í vesturbænum (ég vissi ekki einu sinni að það væri búð í vesturbænum sem selur baðkör). Þegar ég verð rosa rík og þegar ég á risastórt hús ætla ég að eiga fallegt baðkar. Sum baðkör eru nefninlega fallegri en önnur.



Efsta og neðsta baðkarið fást í The Water Monopoly (Ég man ekki hvar ég fann miðjukarið).

Má draumahúsið vera svart?

Mér finnst eitthvað einstaklega heillandi við alveg svartmáluð hús.


Þau eru samt ekki svo algeng - líklega afþví að svört málning er dýr. En kannski líka afþví að þau eru pínu drungaleg...
Sérstaklega þegar það er ekkert hús í margra kílómetra fjarlægð...

En huldir gluggar eru kannski einum of mikið af hinu góða.