
Mig langar í þessa fallegu umhverfisvænu, bpa-fríu diska frá Smiling planet


"I dream I am a mouse, or does the mouse dream he is me?" - Smá heimspekiflækja. Langar eiginlega mest í þennan disk því hann minnir mig á uppáhalds tilvitnunina mína sem ég fann í draumráðningabók:
"Mig dreymdi eina nóttina að ég væri fiðrildi sem flaug um og var ánægður með það. Skyndilega vaknaði ég og var orðinn Chuang-tzu aftur. Hver er ég í raun og veru? Fiðrildi sem dreymir að það sé Chuang-tzu eða Chuang-tzu sem heldur að hann sé fiðrildi?"
Chuang-tzu, uppi á 3. öld f. Kr.
- - -
Í öðrum fréttum - mömmujóganámskeiðið mitt er búið, og ég er að leita mér að nýjum jógatímum á nýjum stað (helst í Hafnarfirði en það er ekkert möst) nema nú verð ég jógandi barnlaus... Mælið þið með e-um?
Eru diskarnir úr plasti?
ReplyDeleteÉg er algjör sökker fyrir plastdóti!