Mig dreymir um fallega, hlýlega, töff vinnuaðstöðu þar sem ég fæ innblástur. Ég er enn ekki búin að finna út úr því hvernig vinna yrði unnin þar ;) en drauma vinnustofan þar sem ég myndi mála væri stórt og opið loft með stórum gluggum og hráum múrveggjum. Ef ég væri að vinna við eitthvað annað, t.d. skrifstofuvinnu þá væri þetta ansi nálægt því að gera mig glaða:
Þetta er skrifstofan hans Nick Waraksa hjá Blend Studios.
Þetta er að vísu frekar macho... svona "húsbóndaherbergi", ég myndi klárlega skipta skrifborðsstólnum út, og borðfæturnir eru einum of, en að öðru leiti væri ég alveg til í að eyða 40 klst á viku þarna inni.

Uppáhalds í þessu herbergi: Viftan, veggirnir, gólfið, bólstraði stóllinn, skrifborðslampinn og hillurnar. Love love love.
Jordan Waraksa, bróðir Nick, á heiðurinn af skrifborðinu og hillunni en hann er rosalega flottur listamaður sem vinnur nytjahluti úr "rusli" (t.d. gömlum pípum, víntunnum, hengibrú og 126 ára gamalli hlöðu.) Ekki verra að eiga bróður sem græjar skrifstofuna manns! Ég væri til í að Aiden úr SATC myndi redda húsgögnunum í mína skrifstofu ;)
Nú þarf ég klárlega að fara að vinna í lottó..
Gaman að sjá aðeins öðruvísi skrifstofumyndir.
ReplyDeleteÉg er áskrifandi að Simple Desks blogginu sem er með nokkuð afmarkaðan fókus ( http://simpledesks.tumblr.com/ ).
Geek up the good work!
Kúl! held að Andri sé að skoða þetta líka, allavega er þetta nýjasti screensaverinn á sjónvarpinu/tölvunni okkar
ReplyDeletehttp://s3.amazonaws.com/data.tumblr.com/tumblr_l1jycdbGyb1qbs5deo1_1280.jpg?AWSAccessKeyId=0RYTHV9YYQ4W5Q3HQMG2&Expires=1272998458&Signature=rjjD%2FZjJgCUeWe%2FfDUF9EjkyCJ4%3D
Arg, get ekki opnað þennan link.
ReplyDeleteþessi !
ReplyDeletehttp://simpledesks.tumblr.com/post/563294955/my-new-13-mbp-and-24-cinema-display-worthy-of
þú þarft að setja mynd af þínu deski.. með þrívíddarprentaranum!!!
ReplyDelete