Thursday, April 29, 2010

Peg board...

Þessi færsla er fyrir minn heittelskaða... sem elskar pegboards. (Hvað ætli þetta heiti á íslensku... einhver?)

Vinnustofan
Amy Ruppel á þessa fallegu vinnustofu. Ég er ekkert afbrýðisöm, nei nei...



Endurvinnsluhornið
Ég væri til í að hafa svona fallega endurvinnslu"stöð" í þvottahúsinu eða í bílskúrnum (í húsinu sem ég á ekki enn).


Peg board er sniðugt fyrir alls kyns græjur...


Í barnaherbergið
Þessi mynd minnir mig á Hús og Híbýli 1996. Yndislega hamingjusöm börn (sem þekkjast annað hvort ekki neitt eða eru systkini og eru nýbúin að rífast alveg heiftarlega.)


Hugmyndatafla
til dæmis skemmtilegt í unglingaherbergi undir ýmis konar plaköt. Ég safnaði haug af póstkortum sem unglingur og hengdi upp á vegg með kennaratyggjói. Þau skildu svo eftir sig ljóta fitubletti á veggjunum, þá lýst mér betur á peg board!


ah... skipulag !

Í eldhúsið
þetta finnst mér alltaf svo fínt, elska að sjá potta og pönnur uppi við, en það fellur svo mikið ryk heima hjá mér (bara mér right?) að ég þyrfti að hengja á þetta hluti sem væru notaðir dags daglega - annars væri ég alltaf að þurrka af pottunum. Þá mega þeir frekar bara dúsa inn í skáp.


Myndir fengnar frá Amy Ruppel, Nibsblog og Donkee House

6 comments:

  1. er samt ekki alveg að átta mig á því hvernig þetta er fest á "pegborad-ið"

    en keep up the good work, elska að lesa bloggið þitt :)

    -kata

    ReplyDelete
  2. takk :)
    það eru alls konar krókar, naglar og festingar sem er hægt að nota :)

    ReplyDelete
  3. Vá, mér finnst þetta æðislegt. Ég leitaði um allt að svona um daginn. Það var frekar erfitt því ég einmitt hafði ekki hugmynd um hvað pegboard heitir á íslensku. Komst að því að þetta heitir pinnabretti.

    María Kristín

    ReplyDelete
  4. PINNABRETTI! geggjað! Var einmitt að treysta á þig að vita það ;) En hey, fannstu svona?

    ReplyDelete
  5. Nei, ég fann þetta hvergi. Fór reyndar ekki neitt að leita. Leitaði bara á netinu.

    ReplyDelete