Friday, May 21, 2010

það eina sem heldur aftur af þér er þitt eigið ímyndunarafl...


Ég er algjör sökker fyrir fallegum barnaherbergjum. Við kallinn leituðum lengi að sniðugum hugmyndum og fundum ansi mörg falleg.

Elska litinn á veggnum, og sætu blómin. Það er líka mjög lítið mál að græja svona blóm sjálfur, já eða gera fiðrildi eða eitthvað annað sniðugt.


Hef síðar séð þessa mynd víðar, t.d. í barnaherbergjablaði Húsa og Hýbíla. Langar í risastóru gæruna, róluna og allt plássið ;)



Veggmyndir eftir Jane Reiseger



Dóra vinkona benti mér á þessa mega flottu vegglímmiða! Þeir fást hér en eru í dýrari kantinum. Það sem er samt skemmtilegast við þessa límmiða er að maður getur valið sjálfur litina - geimaparnir gætu til dæmis verið fjólubláir og gulir, eða hvernig sem er.

Mig langar að splæsa í svona límmiða handa syninum þegar hann fær sitt eigið herbergi, nema ég máli eitthvað skemmtilegt sjálf. Kannski verður auðveldara að komast að veggjunum þá heldur en seinast þegar ég málaði barnaherbergi ;)


7 comments:

  1. Þetta er ótrúlega flott hjá þér - thumbs up! Hvernig málningu notaðiru?
    - Harpa

    ReplyDelete
  2. notaði venjulega (lyktarlausa) veggjamálningu frá Flugger :)

    ReplyDelete
  3. Þú bara málar svona fína mynd í staðinn fyrir að borga morðfjár fyrir límmiða;)
    En það er hægt að kaupa svona blóm í Líf og List. Gaf vinkonu minni svona þegar ég vissi ekki að þetta fengist á íslandi!
    -Svana

    ReplyDelete
  4. Ooooh ég elska að pæla í barnaherbergjum. Alveg óð í það1 Við ættum að hittast einhverntímann og sleppa okkur í að plana framtíðar barnaherbergin sem verða í framtíðar íbúðunum okkar :)

    ReplyDelete
  5. ú Svana - gott að vita af þessum blómum í L&L. Tékka á þeim e-rn tíman.

    Og já Sigurlaug, ég er game :) maður getur sko alveg misst sig

    ReplyDelete
  6. Barnaherbergi eru eitt það skemmtilegasta sem ég skoða á netinu.
    Ég fékk mág minn til að freestyle-a fiðrildi og blóm á vegginn hennar Elísabetar og svo keypti ég svona fiðrilda "puncher" og fallegan pappír og límdi hér og þar á veggina.

    ReplyDelete
  7. snilld :) komin önnur barnaherbergja færsla svo þú getur verið glöð :)

    ReplyDelete