Wednesday, March 10, 2010

Gler + augu



Ég er orðin svo þreytt á gleraugunum mínum. Mig langar í ný fabjúlus gleraugu - en maður hleypur ekkert til og splæsir í gleraugu þegar maður er með sjónskekkju og mismunandi styrk á hvoru auga og alls konar bleh sem kostar fullt af peningum. (Já ég er bitur því ég öfunda fólk sem getur keypt sér gleraugu á bensínstöðvum, Tiger og Kolaportinu.)


Mér finnst stór gleraugu flott... en eru þau kannski að syngja sitt síðasta? Eða komu þau í tísku, fóru úr tísku og eru að koma aftur? Koma þau ekki bara alltaf aftur... sbr. Madonna í gamla daga og sæta sæta Lourdes núna...


Svo er ég bara ekkert svo viss um að ég púlli þetta lúkk. Systir mín er gordjöss með stór gamlakalla gleraugu. Hún á þessi gleraugu að vísu ekki - en hún er samt sæt með þau.


Kannski fæ ég mér bara svona þegar ég verð gömul og grá. Þá er maður alltaf kúl með stór gleraugu.. haha.

5 comments:

  1. oh sammála...! maður þyrfti helst að eiga ný gleraugu við hvert outfit í skápnum... eða svona næstum því... 8) þetta er nefnilega eitthvað sem ALLTAF framan í manni... og mér finnst, að eins og maður á marga kjóla, þá eigi maður líka að eiga mörg gleraugu... stóru, fínu, töff gleraugun passa nefnilega kannski ekki við íþróttafötin í ræktinni... og plain, "venjulegu" gleraugun passa oftast ekki við eitthvað mega hot eða töff outfit...! gleraugu eiga bara að vera miklu miklu ódýrari... og HANA NÚ...!

    kv. arna björg gleraugnaglámur 8)

    ReplyDelete
  2. las þetta aftur ...

    "þetta er nefninlega eitthvað sem er ALLTAF framan í manni"


    Brilljant komment Arna. Þúrt svo fyndin :p

    ReplyDelete
  3. Jahérna, við eigum víst fleira sameiginlegt:)
    Ég HATA verðlag á gleraugum.. úfff ég set sjálfa mig á hausinn við að splæsa í ný þegar gömlu eru að liðast í sundur.
    Ég er líka með sjónskekkju og mismunandi styrk á hvoru auga, þarf sterk gleraugu og þá þarf líka að hafa extra dýr gler svo ég fái ekki flöskubotna!
    Elska samt mín sem ég á núna, þau eru chanel stór og góð. Þau settu mig algjörlega á hausinn! Glerin voru dýrara en umgjörðin sjálf!! En falleg eru þau:):)
    -S

    ReplyDelete
  4. http://www.kreppugler.is/
    aldrei að vita nema það leynist einhver snilld þarna!

    kíki hér oft!

    takk fyrir mig (:

    ReplyDelete