Gerði langþráð gallabuxnakaup í gær með uppáhalds vinkonu minni. Fann ágætis buxur á fínu verði í Retro en fann ekki alveg nákvæmlega draumabuxurnar. Skiptir engu, er mjög sátt og fann mér líka gordjöss gallastuttbuxur sem eru hnepptar hátt upp, very pretty. Datt þessi gallabuxnaleit í hug þegar ég sá nýjasta bloggið hennar Betty

Ég elska þetta lúkk. Langar í þessa skó.. og þessar buxur.. og þetta hár. En þá er ég ekki einstök því þá er ég bara hermikráka. En Betty er allavega töff.

Úff hvað ég elska þessa skó. Hællinn mætti vera ögn breiðari en annars eru þeir fullkomnir.
Já þeir eru ógurlega fallegir! Hún er svo svöl:)
ReplyDelete-Rakel