Monday, March 1, 2010

Beggubaka

Hollu kanilsnúðarnir úr bókinni "Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða?" eftir Ebbu Guðný eru æðislega góðir. Um daginn skellti ég í nokkra snúða en notaði hluta af deiginu í Beggubökur - sem höfðu reyndar aldrei verið bakaðar áður og "uppskriftin" varð til jafn óðum. Útkoman varð semsagt epla&jarðaberjabaka... Jarðaberin voru hryllilega góð svona heit og klessuleg.


Ég get því miður ekki skrifað uppskriftina hér því ég veit ekkert hvað ég setti af hverju - en ég mæli með bökubakstri í vetrarhörkunum. Sérstaklega svona smábökur, lítið mál að græja desert fyrir tvo úr afgangsávöxtum og smá deigi :p nammi namm

1 comment: