Monday, March 15, 2010

Sumir eru hæfileikaríkari en aðrir...


Ég kann varla að prjóna... Tókst þó að prjóna sæta peysu á frumburðinn á meðan ég var ólétt en síðan ekki söguna meir. Peysan var líka frekar lítil (og barnið stórt) svo hún passaði bara í nokkra daga...


Ég er því ekki nærri því jafn flink í handavinnunni og margar mömmur sem ég þekki. Hún Sigurlaug Úlfamamma býr til dæmis til yndislega falleg hárbönd á ponsustelpur


Og Árný Hekla Freyjumamma er ofsa klár að hekla og býr til yndislegar kanínur og fleira fallegt fyrir börnin sín og annarra


Núna þarf ég semsagt að fara að læra að hekla því mig langar svo hrikalega að gera þennan bangsa fyrir DF :/ sé það ekki alveg gerast - en ég skal reyna :)

5 comments:

  1. Þær eru klárar þessar stelpur, og þú svo sannarlega líka... ef að þú ætlar þér að gera bangsan þá geriru hann... ég veit það...

    ReplyDelete
  2. ojá ég er alveg viss um að þér gengur vel við þetta verkefni sem og önnur dúllan min

    ReplyDelete
  3. Skemmtilegt að heita Hekla og vera svo svona klár að hekla...

    Sumir eru hæfileikaríkari en aðrir, það er alveg rétt, þú ert td góð í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur.

    Kv.væmna systir þín

    ReplyDelete