Mig dreymir um að komast til útlanda með strákana mína, sleikja sólina á hvítri strönd, byggja sandkastala með Darra Frey (spf milljón) og rölta um með soninn í Mei Tai pokanum á bakinu.
Ég sé fyrir mér blágrænan sjó, sjálflýsandi hvítar strendur, kofa sem stendur hálfur úti í sjó og risastór pálmatré. - Aruba, Bora Bora, Barbados, Fiji... oh mig langar svo!
Samkvæmt þeim reynsluboltum sem ég hef rætt við er minna mál en maður heldur í fyrstu að ferðast með ung börn. Ef við förum í sumar þá getur Darri Freyr ekki hlaupið frá manni eða farið sér að voða. Á næsta ári verður drengurinn hins vegar líklega algjör skæruliði og betra að halda sig á tjaldstæðunum hér heima. Okkur langar reyndar líka að fara Vestfirðina í sumar, verðum vonandi víðförul lítil fjölskylda.
Fann sniðuga síðu á netinu þar sem hægt er að finna greinar um að ferðast með lítil kríli, umsagnir fólks um staði og hótel ofl. - havebabywilltravel.com
Best að fara að lesa!
Ertu komin með nýjan áfangastað fyrir okkur?:)
ReplyDeleteBORA BORA baby :p haha... nee ég þarf að skoða þetta aðeins. En við finnum eitthvað flott baby :)
ReplyDeleteSniðug færsla - ég er einmitt búin að vera í svipuðum pælingum. Svo er bókin um Skell kanínu líka oft lesin á þessu heimili :)
ReplyDeletehttp://images.google.is/images?hl=is&client=firefox-a&rls=org.mozilla:en-US:official&q=maldives&lr=&um=1&ie=UTF-8&sa=N&tab=wi þetta er komið !
ReplyDeleteúff.... já vá!!
ReplyDelete