Monday, June 7, 2010

1 fataskápur - 1 mánuður


Fataskápurinn minn er furðulegur staður. Þar er að finna ótrúlega skrítin föt sem ég geymi og tími ekki að losa mig við því kannski, bara kannski, mun ég einn daginn vilja nota þau á ný. Þannig kom það sér vel að víða gallaskyrtan hennar mömmu beið mín í mörg ár og er nú mikið notuð!

Ég veit samt upp á mig sökina að þarna eru flíkur sem taka pláss og verða líklega aldrei notuð, a.m.k. ekki af mér. Þess vegna hef ég ákveðið að skella mér í átak! Ég hef mánuð til að klæðast öllu í fataskápnum (þá er ég ekki að tala um hillur og skúffur, heldur bara það sem hangir). Ef ég get ekki hugsað mér að fara í eitthvað í heilan mánuð þá fær viðkomandi flík að fjúka. Í gær fór ég t.d. í sumarlegan kjól sem ég keypti á Mallorca 2005 og notaði nokkrum sinnum. Í lok dags vorum við kjóllinn sammála um að hann skyldi styttur og yrði þá mikið notaður í sumar. Í dag gróf ég upp skyrtukjól sem maðurinn minn keypti handa mér á Tyrklandi. (Ætli flestar flíkurnar sem ég nota lítið séu keyptar í útlöndum?)

Ég hlakka til að eignast "nýjan" fataskáp á næstu dögum - merkilegt hvað margt fallegt gleymist - og hlakka til að búa til pláss fyrir ný föt :)

Ég skora á lesendur að taka þátt í átakinu! - Hver er memm?

7 comments:

  1. Skemmtileg færsla. Aldrei að vita nema ég geri eitthvað svipað þegar ég verð flutt endanlega í borgina.

    Ps. Ég var hrifin af sumarlega kjólnum, þótti síddin heillandi. Ekki stytta hann:)

    ReplyDelete
  2. já ég er pínu torn með síddina - finnst hún aðeins of síð eða stutt. langar líka að prufa að stytta hann ekki heldur krækja bara aðeins upp - follar svo skemmtilega þannig. (En lýst vel á að þú kíkir í fataskápinn þinn -það er svo margt fallegt þar!!)

    ReplyDelete
  3. Oooh ég hefði verið memm en ég er nýbúin að taka minn skáp í gegn svo það er frekar pointless...

    En nú er ég að reyna að bæta meiru inn í hann fyrir lítinn pening, fæ ég forkaupsrétt á það sem þú ætlar að losa þig við eftir mánuðinn?? :)

    ReplyDelete
  4. ég held að það gæti verið flott að vera berleggja undir honum a heitum sumardögum:) en hlakka til að sjá hann kræktan upp.

    ReplyDelete
  5. Jebb Sigurlaug - it's all yours en þú veist ekki hvaða horror föt búa þarna! haha

    ReplyDelete
  6. skemmtilegt :-)

    Mættir endilega leifa okkur hinum sem ekki þekkja þig að sjá myndir af því sem þú breytir ;-)

    ReplyDelete
  7. Já!! Þú ættir að setja inn myndaþátt um fötin sem þú ætlar að halda, og svo líka um fötin sem fá að fjúka. Ég býð mig fram sem ljósmyndara, hvítvín innifalið.

    ReplyDelete