Saturday, January 16, 2010

Sunnudagur: Skipulag!


Mig langar að hafa svona inn á skrifstofunni minni. Mánaðarskipulag, lítil sæt hólf fyrir smáhluti og það sem ég er hrifnust af þessa dagana, efst fyrir miðju, svona bönd til að smeygja á bak við.

- - -

Þetta er algjör snilld. Held ég hafi fyrst séð eitthvað svipað hjá bróður mínum. Eina sem þarf til er rammi með engri mynd og engri bakplötu. Og töflutúss! En það má alltaf setja mynd á bakvið, til dæmis dagatal.

- - -

Klukkutafla - Sniðugt, og lítið mál að föndra svona sjálfur. Tússtafla + gangverk úr klukku, bora gat og setja vísana aftur á :) pretty nice. Ég yrði samt pirruð á að hafa bara skipulag fyrir einn dag í einu fyrir framan mig. Kannski afþví að ég er með frestunaráráttu og fyndist gott að geta fært á milli daga ef ég sé ekki fram á að klára eitthvað verkefnið.

- - -

Krítartafla - Þetta finnst mér einstaklega fallegt! Og ekkert mál að mála beint á vegg. Svo má alltaf þurrka út krítina og þá stendur eftir fallega köflóttur grátóna veggur.

1 comment: