Wednesday, January 20, 2010

Miðvikudagur: Eldhússniðugheit


Ég elska þegar gamlir hlutir öðlast nýtt líf og notagildi ólíkt því sem þeim var ætlað í upphafi! Mig hefur lengi langað í sæta svuntu en neita að borga 7900 fyrir svuntu í snobbeldhúsbúðum landsins. Á ferðalagi mínu um internetið fann ég þessa sniðugu hugmynd: að breyta gömlu koddaveri í svuntu. Þetta er lítið mál eins og leiðbeiningarnar sýna. Svo er annað mál hvort ég kem þessu í verk, frestunarkerlingin ég.



Buxnaherðatré má svo nýta sem uppskriftabóka"stand" (uppskriftabókahengi?). Ég bý sjálf svo vel að eiga fimm kílóa uppskriftarstand sem mágkona mín gaf okkur ein jólin, en ef honum skyldi vera stolið (það er innbrotafaraldur) þá veit ég af þessari lausn.

4 comments:

  1. don´t get me started með svuntur!
    Ég á örugglega rúm 20 snið að svuntum en er, eins og þú segist vera, með frestunaráráttu á háu stigi... Eða kannski er ég bara upptekin af því að framleiða börn... ;)

    ReplyDelete
  2. Úúú! Mig dreymir um svuntur í svona fallegum litum!

    ReplyDelete
  3. jæja, sjáðu þessa síðu...
    http://tipnut.com/56-free-apron-patterns-you-can-make/

    ReplyDelete