Þessi gullfallega og næstum fullkomna skjalahirsla er í íbúð í Amsterdam (Sem er til sölu ef e-r hefur áhuga.) Ef ég ætti þessa yndisfögru hirslu myndi hún hýsa blýanta, akrýlmálningu, blöð af öllum stærðum og gerðum, ljósmyndir og annað smálegt.

Ég sá svipaðan skáp í Kolaportinu í fyrra. Hann var að vísu ekki jafn fallegur og leit frekar út fyrir að eiga heima í bílskúr undir skrúfur og nagla. En ætti ég stærri íbúð hefði ég líklega látið slag standa og reynt að lappa eitthvað upp á hann.
- - -
Ólöf Jakobína er ekki bara flottur vöruhönnuður heldur býr hún líka svo vel að eiga hvítan skjalaskáp. Ég er að reyna að hemja afbrýðisemina...
No comments:
Post a Comment