Thursday, January 14, 2010

Fimmtudagur: Spjaldskrárskápar/Skjalahirslur

Þessi gullfallega og næstum fullkomna skjalahirsla er í íbúð í Amsterdam (Sem er til sölu ef e-r hefur áhuga.) Ef ég ætti þessa yndisfögru hirslu myndi hún hýsa blýanta, akrýlmálningu, blöð af öllum stærðum og gerðum, ljósmyndir og annað smálegt.


Ég sá svipaðan skáp í Kolaportinu í fyrra. Hann var að vísu ekki jafn fallegur og leit frekar út fyrir að eiga heima í bílskúr undir skrúfur og nagla. En ætti ég stærri íbúð hefði ég líklega látið slag standa og reynt að lappa eitthvað upp á hann.

- - -

Ólöf Jakobína er ekki bara flottur vöruhönnuður heldur býr hún líka svo vel að eiga hvítan skjalaskáp. Ég er að reyna að hemja afbrýðisemina...


Ef einhver veit hvar ég get komist yfir eins og eitt stykki skjalahirslu/spjaldskrárskáp - vinsamlegast látið mig vita :) (En honum þarf auðvitað að fylgja stór íbúð svo hann komist fyrir).

No comments:

Post a Comment