Thursday, January 14, 2010

Föstudagur: Crazy Forts og fullorðinstwister


Crazy Forts græjan er algjör snilld. Þegar ég var lítil gat ég eytt heilu dögunum í að búa til tjald úr teppi og stólum, borðum, kústsköftum og hverju því sem færanlegt var á heimilinu. Crazy Forts er hinsvegar foreldravænni útgáfa af þeirri góðu dægradvöl, enda ekki vinsælt að borðstofuborðið sé orðið að virki þegar kemur að kvöldmat.

Crazy forts fæst m.a. í Barnes&Noble og kostar um 6200 krónur . Mér finnst lýsingin á þessu frekar skondin: "Durable, portable and best of all, there's no batteries required". Haha, það er víst sjaldgæft að leikföng nútímans þurfi ekki rafhlöður...

- - -

Og í tilefni af því að það er föstudagur! Á meðan börnin leika sér að búa til hús, hallir, virki og tjöld geta foreldrarnir leikið sér í svefnherberginu ;) Hvern dreymir ekki um að eiga twister sængurföt!?



3 comments:

  1. Mjög kúl!
    en sjáðu þetta:
    http://pepperpaints.com/2008/05/13/newspaper-hut/
    það þarf samt alveg 3 heil blöð úr dagblaði, jafnvel 4, til að hver stöng sé nógu sterk

    Svo langar mig að sauma e-ð í þessum dúr fyrir krílin mín:
    http://www.etsy.com/view_listing.php?listing_id=35413562&ref=sr_list_3&&ga_search_query=playhouse&ga_search_type=handmade&ga_page=&includes[]=tags&includes[]=title

    kv. Árný Hekla

    ReplyDelete
  2. :) Skemmtilegt!
    hefurðu prufað dagblaðastangirnar?

    ReplyDelete
  3. ég hef ekki klárað alveg að setja þær svona saman því að þegar ég var búin að rúlla nokkrar þá var sonurinn svo spenntur að leika með öll prikin! hehehe, en ég á eftir að setja svona saman með honum seinna :)

    ReplyDelete