Mér finnst svo æðislegt að þessi litla þjóð eigi menn eins og Aðalstein Stefánsson. Myndi gera margt fyrir þetta ljós, og þetta verður fyrsta sem ég kaupi mér þegar ég á ögn stærri íbúð þar sem ljósið fær að njóta sín.


. . . . . . . . . . . . .
Mig langar í þessa leðurtösku. Ég myndi líklega móðga hönnuðinn með því að geyma í henni bleyjur, snuddur, aukaföt og annað sem nýbökuð móðir þarf að hafa með sér hvert sem hún fer.




Þetta finnst mér ein sniðugasta hugmynd sem ég hef séð. Sumir eru með vöggu fyrir krílin á meðan þau eru nýfædd, aðrir fara beint í að nota rimlarúm. Culla Belly co-sleeper er frábær hönnun frá Manuela Busetti og Andrea Garuti. Ég get rétt ímyndað mér þægindin að þurfa ekki að standa upp til að lyfta barninu úr rúminu sínu! (Mér finnst samt hallærislegur þessi koddi því ungabörn sofa ekki með kodda).
Nánari upplýsingar um Culla Belly.


Mig langar að hafa svona inn á skrifstofunni minni. Mánaðarskipulag, lítil sæt hólf fyrir smáhluti og það sem ég er hrifnust af þessa dagana, efst fyrir miðju, svona bönd til að smeygja á bak við.
Þetta er algjör snilld. Held ég hafi fyrst séð eitthvað svipað hjá bróður mínum. Eina sem þarf til er rammi með engri mynd og engri bakplötu. Og töflutúss! En það má alltaf setja mynd á bakvið, til dæmis dagatal.









Crazy forts fæst m.a. í Barnes&Noble og kostar um 6200 krónur . Mér finnst lýsingin á þessu frekar skondin: "Durable, portable and best of all, there's no batteries required". Haha, það er víst sjaldgæft að leikföng nútímans þurfi ekki rafhlöður...