Sunday, April 18, 2010

hvaða eldhús-týpa ert þú?

1. Hvítt, stílhreint og rúmgott. Þetta myndi haldast hreint og clutter-free í viku hjá mér.. max.

2. Nóg af skápaplássi, viður + hvítt, mjög fallegt

3. Opnar hillur, hrátt og múraður veggur (Like)

4. Stórir stafir upp á vegg eru agalega móðins núna - Ég er alveg að fíla'ða. Fallegur dökkur viður - myndi samt ekki meika að hafa enga efri skápa, myndi vilja meira geymslupláss...

5. ... nýbúin að segjast þurfa fullt af skápaplássi en samt fæ ég hlýtt í hjartað þegar ég sé þetta ofursæta eldhús undir stiga. Talandi um að nýta plássið í íbúðinni!

6. opið en samt afmarkað - Myndi sjálf vilja hafa postulínið í lokuðum skáp svo það safni ekki endalausu ryki. Sætur fíll þarna.

7. Fjólublátt og dömulegt - ekki fyrir mig en mjög fallegt engu að síður

8. Það er líklega hægt að finna mörg svona eldhús á Íslandi -krúttlegt, dúlló litur, samtíningur af alls konar borðbúnaði - Mér finnst mjög flott að merkja svona skemmtilega skúffurnar... en myndi maður hafa heila skúffu undir gaffla? Haha

9. Iðnaðarlúkkið. Elska vegginn, en finnst flísalögðu einingarnar ekki alveg að gera sig.

10. Stílhreint, en samt hlýlegt. Elska svona opnar hillur, en eins og ég sagði... ryk :/

Ég held að númer 2, 4 og 6 sé mest ég... Hvaða eldhús er að heilla þig?

14 comments:

  1. nr. 2 er algjörlega ég, elska þessa skápa!

    kv. Tobba (DB)

    ReplyDelete
  2. 4 og 6 eru minn tebolli.. Gaman líka að sjá þessar myndir, þarf að taka eldhúsið mitt í gegn.. :)

    ReplyDelete
  3. nr. 1,2,6 og 10, en ég heillast lang mest af nr.10 :D ohh hvað ég væri til í stórt og rúmgott eldhús !!!

    ReplyDelete
  4. Já, mig langar í eitt, tvö og fjögur. Annaðhvort megahvítt eða viðardásemd. Hvítt eiginlega. Já. Alveg hvítir stórir skápar, breiðar skúffur. Já...öll kryddin mín í einni skúffu þar sem ég sé hvert einasta krydd.

    Og svo vil ég að bekkurinn sé viðurinn...já hvítir skápar og viðarborð. jájá...núna takktakk!

    ReplyDelete
  5. númer 2 aaaafþví að það eru já TVEIR ofnar! geturðu ímyndað þér hvað er hægt að baka mikið í einu!!!

    Annars finnst mér nr. 6 agalega lekkert, fíla að það sé þrep upp í eldhúsið..

    Annars held ég að ég sé eldhús nr. 8... gamaldags og litríkt.

    oooh, einn góðan veðurdag mun ég eignast mitt eigið eldhús. knús, Rax

    ReplyDelete
  6. :) já Rax ég hugsaði klárlega til þín þegar ég setti inn mynd af nr. 8!

    oh maður verður hálf veikur af því að láta sig dreyma um falleg og góð eldhús, nóg af plássi - tvo ofna svo við Andri þurfum ekki að rífast um hvað eigi að baka.. haha.. og gott vinnupláss :D lovely... (samt langar mig í "undirstiganum" eldhúsið. Fæ mér það´í vinnustofuna mína í framtíðinni !

    ReplyDelete
  7. hehe já... svona sætan kaffikrók :) eða tekrók í þínu tilfelli. Rakst á þetta í gær, varð hugsað til þín :) http://aprintaday.blogspot.com/2010/04/project-shabby-spring-tea-envelopes.html

    knús, R

    ReplyDelete
  8. úú.. elska eldhús.. Held að ég myndi vilja blöndu af 4, 6 og 8 .. :)

    Yndisleg síðan þín.. Er búin að lesa hana alla.

    Verð hér með daglegur gestur :)

    ReplyDelete
  9. aww fæ bara kitl í égvilfámérmínaeiginíbúð taugarnar.. svo falleg flest þessi eldhús.. held að ég sé mest 2 eða 4..;)
    knús Greta:)

    ReplyDelete
  10. 2, 6 og 8 blandað saman:):) Má það hehe
    -sVANA

    ReplyDelete
  11. Númer tvö er eldhúsið mitt !!!

    ReplyDelete
  12. Fílaeldhúsið! Ekki spurning =)

    Begga Zeta

    ps... sakni sakn

    ReplyDelete
  13. Ég fíla 8, helst að hafa ekki neitt samstætt ;)
    En ég myndi ekki vilja hafa opna skápa yfir eldavélinni, þá væri ekki bara rykið að angra mann heldur fita líka... Fita + ryk ekki=namm...

    ReplyDelete
  14. ah.. góður punktur Árný með fituna.

    og sakn til baka Berglind!

    ReplyDelete